Viðskipti innlent

Seðlabankinn tjáir sig ekki um Sjóvá að sinni

„Þessi staða er nýtilkomin. Á þessari stundu er ekkert hægt að segja um málið," segir Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans aðspurður um söluferli Sjóvá. Sem kunnugt er af fréttum hefur hópur fjárfesta nú dregið sig út úr söluferlinu á Sjóvá.

Stefán Jóhann segir að annað hafi Seðlabankinn ekki að segja um málið að sinni.

Fjárfestahópurinn sem hér um ræðir var undir forystu Heiðars Más Guðjónssonar. Í tilkynningu frá hópnun í morgun segir m.a. dráttur á svörum frá seljenda Sjóvá, það er Seðlabankanum, valdi því að þeir hafi ákveðið að segja sig frá söluferlinu.

„Fjárfestahópurinn harmar þessa niðurstöðu mjög, eftir ómælda vinnu við að reyna að ljúka viðskiptum með farsælum hætti, en óskar félaginu og starfsmönnum þess hins besta í framtíðinni," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×