Viðskipti innlent

Athugasemd frá Arion banka

Arion banki vill koma á framfæri eftirfarandi athugasemd við forsíðufrétt Fréttablaðsins í morgun:

„Ranghermt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins miðvikudaginn 19. Maí að Séreignarsjóður Kaupþings hafi verið í umsjón Frjálsa lífeyrissjóðsins. Séreignarsjóðurinn var í umsjón gamla Kaupþings og hafði Frjálsi lífeyrissjóðurinn enga aðkomu að fjárfestingarstefnu, rekstri og fjárfestingum Séreignarsjóðs Kaupþings.

Í fréttinni kom einnig fram að sjóðfélagar gátu ekki losað eignir úr Séreignarsjóði Kaupþings fyrr en þeir ,,komust á aldur". Þetta er einnig rangt. Sjóðfélagar gátu flutt inneign sína í annan séreignarsjóð líkt og sjóðfélagar í öðrum séreignarsjóðum kysu þeir svo.

Frjálsi lífeyrissjóðurinn er sjálfstæður lögaðili með eigin stjórn og var með rekstrarsamning við Kaupþing og nú við Arion banka um rekstur og eignastýringu sjóðsins. Þess má geta að Frjálsi lífeyrissjóðurinn var valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi á árlegri verðlaunahátíð fagtímaritsins Investment Pension Europe í nóvember sl."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×