Gnúpur misnotaður í aðdraganda hruns 10. maí 2010 06:00 Eftir því sem næst verður komist beittu stjórnendur Glitnis ýmsum ráðum til að forðast að eignir Gnúps lentu í bókum bankans eftir að fyrri hluthafar fóru frá félaginu. Fréttablaðið/Hari Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is Stím málið Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira
Stjórnendur Glitnis héldu lífi í fjárfestingarfélaginu Gnúpi til þess að geta fært þangað eigin bréf þegar bankinn var kominn að mörkum þess sem hann mátti eiga. Þetta mál mun vera á meðal þeirra sem eru í rannsókn hjá skilanefnd Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekkert málanna sem eru í skoðun tengist fyrri eigendum Gnúps. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku er líklegt að farið verði fram á gjaldþrotaskipti Gnúps á næstu vikum. Gnúpur var fyrsta fjárfestingarfyrirtækið sem lenti í hremmingum þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á haustið 2007. Félagið var annar stærsti hluthafi FL Group, sem átti um þriðjungshlut í Glitni. Þá átti Gnúpur jafnframt stóran hlut í Kaupþingi. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þegar Gnúpur lenti í greiðsluerfiðleikum í desembermánuði 2007 sneru bankarnir bökum saman og tóku þær eignir sem þeir áttu veð í með um helmingsafslætti. Þetta voru Kaupþing bæði hér og í Lúxemborg, Landsbankinn, Icebank og Glitnir. Þar af tók Kaupþing eigin bréf en lánaði Gift, dótturfélagi Samvinnutrygginga, tuttugu milljarða króna til kaupa á hlutabréfum Gnúps í bankanum. Þá tók stjórn Glitnis til svipaðra ráða. Bankinn lánaði Fons, félagi að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, tíu milljarða til að kaupa stærstan hluta Gnúps í FL Group. Önnur félög fengu sambærilega fyrirgreiðslu til kaupa á eignum Gnúps sem tengdust bankanum og stærstu eigendum hans. Þar á meðal fékk félagið FS37, síðar Stím, lán til kaupa á hlutabréfum í Glitni og FL Group. Þessu til viðbótar bjó bankinn til fjárfestingarfélagið Stapa og lánaði því tæpa sautján milljarða til að kaupa eignarhlut Gnúps í fasteignafélaginu Landic Properties og tískuvörukeðjunni Mosaic Fashions. Einn stjórnenda Glitnis mun hafa átt frumkvæðið að því að selja Stapa til bókaútgefanda, sem var grunlaus um eignatilfærslu bankans. Eftir fall Gnúps lenti félagið í höndum lögmannanna Lárentsínusar Kristjánssonar og Steinars Guðgeirssonar hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur. Eftir fall Glitnis tók skilanefnd bankans við því. jonab@frettabladid.is
Stím málið Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Þröstur tekur við Bændablaðinu Viðskipti innlent Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Fleiri fréttir Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Skattspor ferðaþjónustunnar metið allt að 180 milljarðar Sjá meira