Engin ein leið bjargar öllum 11. nóvember 2010 06:00 Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira