Engin ein leið bjargar öllum 11. nóvember 2010 06:00 Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira
Fréttaskýring: Hvað kemur fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna? Engin ein leið sem hægt er að fara til að greiða úr skuldavanda vegna fasteignakaupa dugir til að bjarga öllum sem eru í greiðsluvanda. Þetta er niðurstaða sérfræðingahóps stjórnvalda sem mat mismunandi leiðir til að leysa úr skuldavanda heimilanna. Sérfræðingahópurinn telur í grófum dráttum tvær leiðir til að koma til móts við þá sem eru í vanda. Annars vegar sé hægt að lækka greiðslubyrði þeirra. Hins vegar megi afskrifa skuldir, sem hefði í för með sér lækkun á greiðslubyrði. Sérfræðingarnir fóru yfir alls ellefu leiðir sem nefndar hafa verið. Þar sem því var við komið var metið hversu mörgum hver leið myndi bjarga, og hver kostnaðurinn væri við hverja leið fyrir sig. Kostnaðurinn mun falla á ríkið, íbúðarlánasjóð, bankana og lífeyrissjóðina. Þrjár leiðir voru svo flóknar að nær útilokað var talið að meta áhrifin. Þar var um að ræða tengingu afborgana við tekjur, eignarnám og niðurfærslu skulda með gerðardómi og svokallaða tveggja þrepa nálgun. Sértæk skuldaaðlögun hagkvæm Eftir stóðu átta leiðir sem starfshópurinn gerði úttekt á. Áhrifin af þeim leiðum, og kostnaðinn við hverja og eina, má sjá á meðfylgjandi mynd. Sú leið sem virðist vænlegust þegar tekið er tillit til kostnaðar og þess fjölda sem hún getur hjálpað stendur raunar þegar til boða, en það er svokölluð sértæk skuldaaðlögun. Í henni felst að kröfuhafar færa niður fjárskuldbindingar fólks í greiðsluvanda að greiðslugetu þeirra. Kostnaður við þá leið er um 10 milljónir á hvert heimili sem kemst úr skuldavandanum. Næst hagkvæmasta leiðin virðist vera hækkun vaxtabóta, sem kostar tæpar 28 milljónir fyrir hvert heimili sem bjargast, eða um 1,3 milljónir króna á ári. Flöt lækkun skulda um 15,5 prósent kostar margfalt meira en sértæka skuldaaðlögunin, en skilar minni árangri hjá þeim 10.700 heimilum sem sannarlega eru í skuldavanda að mati sérfræðinganna. Kostnaður fyrir hvert heimili sem kemst úr vanda er um 123 milljónir króna. Lækkun vaxta nær til flestraHægt væri að ná til flestra þeirra sem eru í vanda með því að lækka vexti af húsnæðislánum í þrjú prósent. Kostnaðurinn við það er hins vegar gríðarlegur, 240 milljarðar króna. Fyrir hvert heimili sem bjargast úr skuldavanda væri kostnaðurinn um 92 milljónir yrði sú leið farin.Starfshópurinn mat ekki kostnaðinn af því að gera ekki neitt til að taka á skuldavandanum. Í skýrslunni kemur fram að verði ekkert gert megi annars vegar búast við því að fleiri nýti sér þau úrræði sem nú séu í boði, svo sem sértæka skuldaaðlögun. Hins vegar megi búast við að kostnaður verði til vegna gjaldþrota heimila sem ekki ráða við skuldir sínar.brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Sjá meira