Enski boltinn

Mark Davies skoraði fallegasta markið í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar

Mark Davies leikmaður Bolton skoraði fallegasta markið í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar en fimm bestu mörk umferðarinnar er að finna á visir.is.

Davies jafnaði metin gegn Blackpool á laugardag þegar liðin skildu jöfn, 2:2, en Bolton á tvö af fimm bestu mörku helgarinnar.

Öll helstu tilþrifin úr ensku úrvalsdeildinni er að finna á sjónvarpshlutanum á visir.is þar sem að smellt er á íþróttir. 15. umferðin fer í sögubækurnar þar sem að öll liðin náðu að skora mark í leikjum helgarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×