Innlent

Gátlisti vegna stormviðvörunar

Veðurstofan hefur spáð stormi á landinu í dag. Af því tilefni vill Slysavarnafélagið Landsbjörg brýna fyrir fólki að gera ráðstafanir svo hægt sé að koma í veg fyrir tjón og óþægindi er vilja fylgja slíku veðri.

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verða í viðbragðsstöðu meðan veðrið gengur yfir. Þurfi fólk á aðstoð þeirra að halda má hringja í Neyðarlínuna - 112 eftir hjálp.

Þegar sterkur vindur gengur yfir skapast mesta hættan þegar lausir hlutir fjúka. Því er mikilvægt gæta þess að festa þá vel og tryggilega eða koma þeim fyrir innandyra.

Við flest íbúðarhús er um að ræða hluti í garði og á svölum, svo sem garðhúsgögn, grill, hitara og trampólín. Fari þessir hlutir af stað er hætta á að þeir lendi á rúðum og brjóti þær eða skemmi bifreiðar.

Fullvissið ykkur öllum gluggum og dyrum sé vel lokað. Brotni rúða skal heimilisfólk yfirgefa herbergið, loka dyrum og hringja eftir aðstoð björgunarsveita í síma Neyðarlínunnar, 112.

Gangið úr skugga um að þakplötur séu tryggilega festar, einnig þakrennur, grindverk og annað. Húsbyggendur ættu að sýna sérstaka varkárni í þeim efnum.

Tryggið að hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagnar og dráttarkerrur séu í skjóli við ríkjandi vindátt og að kyrfilega sé gengið frá þeim.

Séu varúðarráðstafanir gerðar aukast líkur á að veðrið fari yfir landið án þess að skapa teljandi vandkvæði.


Tengdar fréttir

Ekkert ferðaveður og búist við stormi

Ekkert ferðaveður er á landinu í dag og búist er við stormi. Veðurstofan spáir vaxandi norðanátt víða 18 til 25 metrum á sekúntu upp úr hádegi. Él og síðar snjókoma um landið norðanvert, en stöku él sunnantil. Dregur úr vindi seint í kvöld, fyrst austantil.

Rafmagnsstaurar brotnuðu í ofsaveðri í Suðursveit

Mikið óveður brast á suðaustanlands í gærkvöldi og mældist stöðugur vindhraði á Höfn í Hornafirði 30 metrar á sekúndu í gærkvöldi. Ofsaveður var í Suðursveit og brotnuðu þar rafmagnsstaurar þannig að rafmagnslaust varð á stóru svæði og er enn, þar sem ekki viðrar til viðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×