Erlent

Mótmæla palestinsku sendiráði í Osló

Óli Tynes skrifar
Frá Osló.
Frá Osló.

Stjórnvöld í Ísrael hafa mótmælt því að skrifstofa palestínumanna í Osló skuli hafa fengið viðurkenningu sem sendiráð. Í mótmælunum segir meðal annars að þetta ýti undir þær ranghugmyndir palestínumanna að þeir geti náð pólitískum ávinningi á sama tíma og þeir neiti að eiga friðarviðræður við Ísrael.

Palestínumenn hættu viðræðunum vegna byggingaframkvæmda Ísraela á Vesturbakkanum. Ísraelar vilja að þær framkvæmdir verði hluti af því sem samið verður um. Þeir fallast ekki á fyrirfram skilyrði.

Norsk yfirvöld segja að breyting skrifstofunnar í sendiráð feli ekki í sér viðurkenningu á ríki palestínumanna. Hún feli aðeins í sér viðurkenningu á því umfangsmikla starfi sem unnið hefur verið við að byggja upp innviði slíks ríkis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×