Erlent

Staða al Kaída aldrei veikari

Barack Obama. Mynd/AP
Barack Obama. Mynd/AP

Aukinn kraftur í stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Afganistan hefur skilað sér í því að styrkur al Kaída er minni nú en nokkru sinni síðan stríðið hófst í árslok 2001. Þetta er meðal helstu niðurstaðna matsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kynnt var í gær.

Þar kemur einnig fram að bandamönnum hafi orðið vel ágengt í baráttunni gegn talibönum, en sá ávinningur gæti horfið snögglega. Vonast er til þess að afganskar öryggissveitir nái 300.000 manns áður en Bandaríkjamenn hefja brottflutning herliðs árið 2014.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×