Innlent

Vilja skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Róbert Marshall.
Róbert Marshall. Mynd/Pjetur
Tíu þingmenn úr öllum flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi vilja að Guðbjartur Hannesson, félags- og tryggingamálaráðherra, flytji Alþingi skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum og úrræði sem þeim standa til boða. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Róbert Marshall, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar.

Þingmennirnir telja nauðsynlegt að gerð verði úttekt á stöðu skuldara á Norðurlöndum til þess að unnt verði m.a. að bera saman og greina hvort og þá hvaða munur er á henni. Meðal þess sem gerð verði ítarleg grein fyrir í skýrslunni er hvaða úrræði eru í boði fyrir einstaklinga í greiðsluerfiðleikum, sem og einstaklinga sem bera ótakmarkaða ábyrgð á atvinnurekstri, hversu lengi þau hafa verið í boði og hvernig þau hafa reynst. Flutningsmenn telja einnig mikilvægt að fram komi upplýsingar um hversu hátt hlutfall þeirra sem leita úrræðanna fær lyktir sinna mála eða hvort þeir þurfa að nýta sér frekari úrræði.

Tillöguna er hægt að lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×