Innlent

18 ára dæmdur fyrir líkamsárás og reiðhjólaþjófnað

Drengurinn var dæmdur fyrir tvö brot, alvarlega líkamsárás og fyrir að stela reiðhjóli
Drengurinn var dæmdur fyrir tvö brot, alvarlega líkamsárás og fyrir að stela reiðhjóli
Átján ára drengur var í gær dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann játaði brot sitt greiðlega og hafði það mildandi áhrif á refsingu.

Drengurinn var dæmdur fyrir að hafa ásamt félaga símum ráðist á mann við Listasafnið í Tryggvagötu í nóvember 2008. Þeir réðust á manninn með höggum og spörkum með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði, hlaut skurð og sár á eftri vör, rispu neðan við vinstra auga, bólgu á enni og tognun á hálsvöðva, auk þess sem kvarnaðist upp úr tönn.

Einnig hafði það áhrif til refsilækkunar hversu langur tími leið frá brotunum og þar til dómur var kveðinn upp.

Hann játaði sömuleiðis að hafa stolið Trek-reiðhjóli úr reiðhjólageymslu í fjölbýlishúsi við Dúfnahóla í mars á síðasta ári.

Drengurinn sleppur við fangelsisvist ef hann heldur skilorð í tvö ár. Honum var gert að greiða rúmar tíu þúsund krónur í sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×