Innlent

Fimmtíu keppa á tíu brautum

Kópavogslaug. Keppt hefur verið í sundi í lauginni á Þorláksmessu í 20 ár.
Kópavogslaug. Keppt hefur verið í sundi í lauginni á Þorláksmessu í 20 ár.

Allt stefnir í að slegið verði þátttökumet í sundi hjá Görpum í Sunddeild Breiðabliks á Þorláksmessu. Að þessu sinni verður stóra útilaugin undirlögð af um 50 keppendum sem allir keppa í einu, um fimm á hverri braut.

Garpar eru sundmenn eldri en 25 ára og hefur Þorláksmessusundið verið þreytt í tvo áratugi.

Einnig mætir til leiks góður hópur þríþrautarmanna, en 1.500 metrar eru einmitt vegalengdin sem synt er í ólympískri þríþraut.  Keppni hefst klukkan 8.20 á Þorláksmessu og fer fram í Kópavogslaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×