Innlent

Grunaðir árásarmenn eiga langan sakaferil að baki

Lögreglan telur árásina hafa verið skipulagða með nokkrum fyrirvara. Játning liggur ekki fyrir
Lögreglan telur árásina hafa verið skipulagða með nokkrum fyrirvara. Játning liggur ekki fyrir
Mennirnir þrír sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna gruns um aðild að alvarlegri árás í íbúð á Selfossi á laugardag eiga allir langan sakaferil að baki.

Þeir eru ungir að aldri, fæddir 1986, 1988 og 1991.

Þetta kemur fram í Sunnlenska fréttablaðinu.

Þar segir að sá yngsti hafi verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi aðeins sextán ára gamall, meðal annars fyrir að hafa ráðist á leigubílstjóra með klaufhamri. Hann hlaut reynslulausn í haust.

Samkvæmt heimildum Sunnlenska fréttablaðsins telur lögregla að þrímenningarnir hafi skipulagt árásina með nokkrum fyrirvara, en játning liggur ekki fyrir.




Tengdar fréttir

Í gæsluvarðhaldi til 20. desember

Þrír karlmenn um tvítugt, sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán á Selfossi síðastliðinn laugardag, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. desember í Hérðasdómi Suðurlands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×