Innlent

Þyrla LHG send til Vestmannaeyja eftir slagsmál

Þyrla Landhelgisgæslunnar var send til Vestmannaeyja í nótt til að sækja karlmann á fertugsaldri, sem hafði meiðst alvarlega á höfði í slagsmálum fyrir utan veitingastað í bænum.

Hann missti meðvitund í átökunum og var fyrst fluttur á sjúkrahúsið í Eyjum, en læknir þar óskaði eftir þyrlunni. Maðurinn komst aftur til meðvitundar en var mjög vankaður þegar hann kom á slysadeild Landsspítalans.

Vitað er hver veitti honum áverkann, en hann var horfinn af vettvangi þegar lögreglu bar að. Tildrög átakanna eru óljós, en málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×