Innlent

Snjóflóðahætta í Dalsmynni

Úr safni.
Úr safni.
Lögreglan á Húsavík vill koma því á framfæri til vegfaranda að snjóflóðahætta er til staðar í Dalasmynni í Fnjóskadal. Um er að ræða þekkt snjóflóðasvæði og snjóalög nú talin þar ótrygg. Eru vegfarendur eindregið hvattir til að vera ekki á ferðinni þarna að óþörfu. Nærliggjandi bæir eru ekki í hættu, að sögn Brynjólfs Sigurðsson lögreglumanns á Húsavík. „Þetta er norðan við nyrsta bæinn.“

Víkurskarðið er þungfært og einungis talið fært stórum jeppum. Af þeim sökum er enn meiri ástæða til að árétta að fólk sé ekki á ferðinni um Dalsmynni að óþörfu vegna snjóflóðahættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×