Erlent

Hafið skilaði henni

Óli Tynes skrifar

Tvöþúsund ára gömul stytta af rómverskri konu fannst eftir að brimalda braut úr bergvegg rétt við hafnarborgina Ashkelon í Ísrael. Ashkelon er rétt sunnan við Tel Aviv. Það fundust einnig hlutar af mósaik listaverkum og annað sem bendir til þess að þarna hafi til forna verið rómverskt baðhús.

Bæði höfuð og handleggi vantar á styttuna en hún er sögð undurfallega gerð. Hún er sveipuð skikkju (toga) og í sandölum sem eru listilega úr garði gerðir.

Það var maður sem var á rölti í fjörunni eftir mikið óveður sem rakst á styttuna. Þjóðminjasafn Ísraels hefur tekið hana í sína vörslu og hún verður höfð til sýnis í safnhúsum þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×