Innlent

Bann gæti skapað hættu í höfunum

Árni Þór Sigurðsson
Árni Þór Sigurðsson

Utanríkisráðuneytið gerir ýmsar athugasemdir við frumvarp fimmtán þingmanna um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum og bann við umferð kjarnorkuknúinna farartækja. Árni Þór Sigurðsson VG er fyrsti flutningsmaður.

Í umsögn ráðuneytisins segir að markmið frumvarpsins sé í megindráttum í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda en stangist á við skuldbindingar þeirra gagnvart þjóðarétti. Gangi það meðal annars gegn EES-samningnum og aðildinni að NATO.

Verði frumvarpið að lögum mætti ekki heimila skipi sem flytur kjarnakleyf efni eða kjarnorkuúrgang í tengslum við friðsamlega nýtingu kjarnorku og óskar að leita vars, að koma inn fyrir tólf mílna mörkin og draga þar með úr líkum á að skip farist og mengunarslys hljótist af.

Össur Skarphéðinsson
Landhelgisgæslan er sömu skoðunar. Í umsögn hennar segir að hættulegt væri ef skip með geislavirkan úrgang fengi ekki að koma inn fyrir tólf mílurnar í neyð. „Það getur, svo dæmi sé nefnt, verið meiri hætta fólgin í því að vera með skip með geislavirkan úrgang rétt utan við tólf sjómílna mörkin þar sem hætta er á að gámar fari í sjóinn vegna slæms veðurs og sjólags heldur en að hleypa því inn fyrir tólf sjómílur til að komast í var,“ segir í umsögn Gæslunnar. Ísland sé alþjóðlega skuldbundið til að veita afdrep og skjól og tryggja öryggi mannslífa.

- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×