Erlent

Fátækum fækki um 22 þúsund

Frá Kaupmannahöfn. Danir hyggjast fækka fátækum þar í landi.
Frá Kaupmannahöfn. Danir hyggjast fækka fátækum þar í landi.

Dönsk stjórnvöld hafa sett sér það takmark að fækka fátækum þar í landi um 22.000 á næsta áratug.

Benedikte Kiær félagsmálaráðherra tilkynnti þetta í gær, en þetta er framlag Danmerkur í átaki Evrópusambandsins til að fækka fátækum innan sinna landamæra um 20 milljónir.

Þrátt fyrir að hafa sett sér þetta takmark er hins vegar hvorki búið að meta fjölda fátækra í Danmörku, né með hvaða hætti fátækt er metin.

Séð út frá efnahag einum saman er hlutfall fátækra lægst í Danmörku af öllum þjóðum ESB. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×