Innlent

Hnífaárás særði 13 manns í Japan

Japanska lögreglan hefur handtekið mann eftir að hann réðist inn í tvo strætisvagna vopnaður hnífi og særði 13 farþega sem voru í vögnunum.

Árásin átti sér stað fyrir utan lestarstöð í borginni Toride sem liggur um 25 kílómetra norður af Tókýó. Fjórir af farþegunum urðu fyrir hnífstungum mannsins en hinir 9 slösuðust við að reyna að komast út úr stærisvögnunum.

Ekki er vitað hvað lá að baki árásinni en maðurinn er 27 ára gamall. Svipuð árás varð í Tókýó árið 2008 en þá myrti maður sjö vegfarendur með hnífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×