Innlent

Oddviti Framsóknar lánaði sjálfum sér auglýsingaskilti

Lára Jóna segir að Ómar misnoti aðstöðu sína.
Lára Jóna segir að Ómar misnoti aðstöðu sína.
„Sem vallarstjóri tekur hann og notar eigur bæjarins í sína prívat þágu," segir Lára Jóna Þorsteinsdóttir, kosningastjóri VG í Kópavogi, sem er allt annað enn sátt við Ómar Stefánsson, oddvita framsóknarmanna í Kópavogi. Hún segir að Ómar hafi tekið svokallaða búkka sem eru í eigu Kópavogsvallar og komið fyrir víðsvegar um bæinn með auglýsingum frá Framsóknarflokknum. Lára Jóna bendir á öðrum framboðum hafi ekki staðið slíkt til boða. Þetta hafi auk þess verið gert í trássi við ákvörðun byggingarfulltrúa bæjarfélagsins.

Auk þess að sitja í bæjarstjórn starfar Ómar hjá Kópavogsbæ sem vallarstjóri á Kópavogsvelli. „Ómar tók búkka sem völlurinn á, setti auglýsingaskilti Framsóknarflokksins á þá og plantaði þeim víðsvegar um bæinn. Hann notaði væntanlega vallarstarfsmenn til að koma þeim fyrir," segir Lára Jóna.

Þá segir Lára Jóna að málið hafi verið tekið upp á fundi bæjarráðs í vikunni. Á fundinum hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokksins aftur á móti ekki treyst sér til að taka afstöðu til þess hvort að fjarlægja ætti skiltin. „Það er ekki sæmandi að hann misnoti aðstöðu sína svona."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×