Fótbolti

Zlatan: Guardiola er ómerkilegur þjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic með nýju treyjuna sína.
Zlatan Ibrahimovic með nýju treyjuna sína. Nordic Photos / AFP

Zlatan Ibrahimovic hefur ekki miklar mætur á Pep Guardiola, þjálfara Barcelona á Spáni. Zlatan var á dögunum seldur þaðan til AC Milan á Ítalíu.

Zlatan var í aðeins eitt ár hjá Barcelona eftur að hafa verið keyptur þangað frá Inter fyrir háa upphæð.

„Hvað mig varðar þá leysa alvöru þjálfarar þau vandamál sem upp koma," sagði Zlatan. „Ómerkilegir þjálfarar forðast þau."

„Það var aðeins einn aðili hjá Barcelona sem vildi losna við mig. Ég hef þó aldrei lent í vandræðum með þjálfara fyrr á mínum ferli."

„En skyndilega þurfti ég glíma við þúsund vandamál og ég átti engin samskipti við „heimspekinginn". Engin samskipti yfir höfuð. Ég hef ekki hugmynd um við hvaða vandamál hann átti að stríða."

„Ég gat ekki haldið áfram á meðan þetta var svona. Ég átti engra annarra kosta völ en að finna mér nýtt félag og var heppinn að komast að hjá Milan. Ég er 28 ára gamall og hef ekki efni á því að tapa einu ári í viðbót í bekkjarsetu og að fylgjast með veðrinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×