Björk vill breyta álverinu í Helguvík í gróðurhús Valur Grettisson skrifar 9. nóvember 2010 22:13 Björk Guðmundsdóttir vill breyta álverinu í gróðurhús. „Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn. Björk Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Ég vil nota grunninn af álverinu og byggja stórt gróðurhús sem myndi rækta grænmeti þannig það væri óþarfi að flytja það inn," svaraði tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir í viðtali í þættinum Návígi þegar umsjónarmaður þáttarins, Þórhallur Guðmundsson, spurði hana hvað hún myndi gera væri hún bæjarstjóri í Reykjanesbæ í einn dag. Hún sagði Reykjanebæ búa við einstaka náttúru og lagði til að svæðið yrði gert að eldfjallaþjóðgarði. Þá fagnaði hún einkaspítala sem tekur til starfa næsta sumar þar í bæ og mun bjóða upp á heilsuþjónustu sem verður sérstaklega markaðssett fyrir erlenda ríkissborgara. Í viðtalinu fór Björk um víðan völl og ræddi meðal annars um sölu HS Orku til Magma. Hún sagði söluna alls ekki endanlega og vildi meina að stjórnvöld gætu enn gripið inn í ferlið í ljósi þess að Magma keypti hlut Geysis Green Energy í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð. Hún sagði niðurstöðu rannsóknarnefndar um málið renna stoðum undir það álit. Þá minnti Björk kjörna fulltrúa Vinstir grænna á að stór hluti kjósenda flokksins væru umhverfissinnar sem hugnaðist alls ekki þessi þróun. Fulltrúarnir yrðu ekki kosnir aftur ef þeir brygðust ekki við gagnrýninni. Hún sagði aðgerðaleysi flokksins í raun og veru sorglegt. Björk kallaði svo eftir heildstæðri orkustefnu á Íslandi. Hún vildi meina að það væri erfitt að taka afstöðu til mála eins og sölu á HS Orku til Magma án þess að hafa sérstaka Orkustefnu til hliðsjónar. Þá vill hún að það verði haldin þjóðaratkvæðgagreiðsla um auðlindir Íslendinga og átti hún þá einnig við vatnið sem og jarðvarmann og fiskinn. Björk vill að það verði hlúið að sprotafyrirtækjum og þeim gefið andrými til þess að vaxa. Hún bendir á að það taki sprotafyrirtæki allavega tíu ár að ná fótfestu. Þegar hún var spurð hvað skyldi gera varðandi Suðurnesin, þar sem atvinnuleysi er mikið, benti hún á að það væri fjölmargt hægt að gera. Ein hugmyndin væri að breyta Suðurnesjunum í heilsusvæði, þá samrýmdist það illa að hafa mengandi álver í nágrenninu að hennar mati. Þess má geta að ríkisstjórnarfundur var haldin í Reykjanesbæ í morgun. Þar var meðal annars samþykkt að setja pening í þróunarsjóð þar í bæ og verður fyrsta verkefnið herminjasafn.
Björk Mest lesið Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent The Vivienne er látin Erlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira