Fótbolti

Laporta: 35 milljónir eru sanngjarnt verð fyrir Fabregas

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Joan Laporta.
Joan Laporta. GettyImages
Forseti Barcelona, Joan Laporta, segir að 35 milljónir Evra sé sanngjarnt verð fyrir Cesc Fabregas. Hann segir viðræður á milli félagsins og Arsenal enn í gangi.

Arsenal segist ekki vilja selja fyrirliða sinn en Laporta hefur þegar boðið umræddar 35 milljónir Evra í hann. Barcelona hreinlega ætlar sér Fabregas en spurningin er hversu mikið þeir eru tilbúnir til að borga.

"Að bjóða 35 milljónir Evra í hann er sanngjarnt markaðsverð," sagði Laporta á blaðamannafundi í dag. "Það er það verð sem við verðleggjum hann á. Arsenal hefur neitað því tilboði."

Laporta greindi einnig frá því að hann vildi klára málið fyrir HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×