„Gaman að hafa hér leðurblökur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2010 15:21 Leðurblaka sem fannst í Færeyjum. Þær eru heldur ófrýnilegar en borða mestmegnis bara skordýr. „Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað. Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað.
Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16