„Gaman að hafa hér leðurblökur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2010 15:21 Leðurblaka sem fannst í Færeyjum. Þær eru heldur ófrýnilegar en borða mestmegnis bara skordýr. „Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað. Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað.
Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16