Handbolti

Hanna Guðrún: Þurfti að þétta pakkann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Árósum skrifar
Mynd/Ole Nielsen
„Ég var frekar svekkt með leikinn og sérstaklega hvað tapið var stórt," sagði Hanna G. Stefánsdóttir eftir tapið gegn Króatíu í kvöld.

„Við hefðum getað gert miklu betur í vörninni og þá hefði markvarslan komið líka. Mér fannst hún reyndar ganga betur þegar við skiptum í 5+1 í seinni hálfleik en þá náðu þær að troða mikið inn á línuna. Það þurfti einfaldlega að þétta pakkann," sagði hún.

Kristina Franic fór mikinn í síðari hálfleik og skoraði mörg mörk af níu metrunum - alls níu mörk í leiknum.

„Það í raun fór alveg með okkur. Mér fannst við fá færi og með fínan sóknarleik. En það þarf að laga nokkuð mikið í vörninni og það er ekki hægt að vinna leik öðruvísi en að spila góða vörn."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×