Golf

Tiger skiptir um pútter

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger æfir sig með nýja pútternum.
Tiger æfir sig með nýja pútternum.

Tiger Woods greindi frá því í dag að hann muni nota nýjan pútter á Opna breska meistaramótinu sem hefst á St. Andrews á fimmtudag.

Þetta eru talsverð tíðindi þar sem Tiger hefur notað sama pútterinn á 13 af þeim 14 risamótum sem hann hefur unnið.

Flatirnar á St. Andrews eru mjög hægar og þess vegna ætlar Tiger að skipta um pútter.

"Ég er að reyna að ná réttum hraða í púttin mín á þessum flötum. Ég hef prófað mig áfram með nýja púttera í gegnum árin á hægum flötum," sagði Tiger sem stefnir á að verða fyrsti maðurinn í sögunni til þess að vinna Opna breska í þrígang á St. Andrews.

"Mér líður alltaf vel á hröðum flötum. Ég hef að sama skapi alltaf verið að pútta of laust á hægum flötum. Einhverra hluta vegna pútta ég fastar með þessum pútter þannig að ég þarf í raun ekki að breyta miklu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×