Óhugnanleg upptaka af hótunum meints kynþáttahatara 15. september 2010 18:44 Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Bróðir kúbversks pilts, sem flúði land ásamt föður þeirra, segist ekki óttast ofbeldismenn sem hótað hafa honum og fjölskyldu hans. Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hótaði honum öllu illu í símtali. Við vörum við orðbragði mannsins í þessari frétt. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum neyddust kúbverkskir feðgar að flýja land um síðustu helgi eftir að hafa sætt ofsóknum vegna sambands sonarins, sem er 16 ára við íslenska stúlku. Handrukkari sem réðst inn á heimili þeirra var í kjölfarið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla hefur sagt að málið megi hugsanlega tengja við kynþáttahatur. Fréttastofa hefur undir höndum hljóðritun af símtali sem átti sér stað á laugardag milli eldri bróður drengsins sem flúði land við mann sem hann telur vera handrukkarann sem nú er í haldi lögreglu. Símtalið er eftirfarandi: „Haltu kjafti, negra fokking tittur. Ég ætla að taka þig, ógeðslegi titturinn þinn, ha, þig og þitt negra fokking hyski, silurðu, ha... (ógreinilegt) Ef þú fokking stoppar ekki þá fokking hengi ég þig." Það skalt tekið fram að símatalið allt er mun lengra. Og fréttastofa hefur ekki fengið staðfest hver það er sem hefur þarna í hótunum. En skömmu eftir að símtalinu lauk fóru tveir menn að heimili föðurs þeirra og brutu þar allt og brömluðu. Annar þeirra var fyrrgreindur handrukkari sem nú er í gæsluvarðhaldi. Sú árás var kornið sem fyllti mælinn og daginn eftir flúði faðirinn land ásamt yngri syninum. Sá eldri varð eftir. En hann segist óhræddur og treystir lögreglunni til að leysa málið. „Ég treysti íslensku þjóðinni og allt fólk sem ég hef hitt er gott fólk og ég vil þakka íslensku þjóðinni því ég hef fengið mikinn stuðning víðsvegar af," segir Juan Alberto Borges Del Pino, bróðir piltsins sem varð fyrir árásinni. Albert ræddi við pabba sinn í dag. „Pabbi er ennþá að jafna sig á þessu. Hann er í sjokki. Það er erfitt að jafna sig á svona löguðu. En ég á von á að þeir komi sem fyrst heim aftur og held að Ísland vilji fá þá aftur," segir Albert. Hann vonar að pabbi sinn og bróðir verði komnir heim fyrir næstu helgi því á laugardaginn verður haldin ganga til stuðnings við kúbversku feðgana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira