Fótbolti

Endurtók afrek afa síns á HM fyrir 56 árum síðan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Javier Hernandez fagnar marki sínu.
Javier Hernandez fagnar marki sínu. Mynd/AP
Javier Hernandez skoraði fyrra mark Mexíkó í 2-0 sigri á Frökkum á HM í Suður-Afríku í kvöld og lék þá eftir afrek afa síns fyrir 56 árum. Hernandez mun spila með Manchester United á næsta tímabili og hafði komið inn á sem varamaður níu mínútum áður en hann skoraði markið sitt.

Hernandez, sem er kallaður "Chicharito" eða Litla græan baunin, fékk glæsilega stungusendingu frá fyrirliðanum Rafael Marquez í markinu, lék á Hugo Lloris í markinu og skoraði í autt markið.

Afi Hernandez, Tomas Balcazar, sem er faðir móður hans, skoraði einnig á móti Frökkum á HM 1954. Balcazar jafnaði þá leik þjóðanna í 2-2 á 85. mínútu en Frakkar skoruðu sigurmarkið út vítaspyrnu þremur mínútum síðar. Leikurinn fór fram á Charmilles leikvellinum í Genf 19. júní 1954






Fleiri fréttir

Sjá meira


×