Erlent

Little Britain-stjarna vinnur meiðyrðarmál

Matt Lucas kveðst vera feginn yfir því að máli hans gegn Daily Mail hafi lokið með hóflegum skaðabótum og afsökunarbeiðni. Hér er Lucas ásamt David, fyrrverandi eiginmanni sínum, sem framdi sjálfsmorð í fyrra. Nordic Photos/Getty
Matt Lucas kveðst vera feginn yfir því að máli hans gegn Daily Mail hafi lokið með hóflegum skaðabótum og afsökunarbeiðni. Hér er Lucas ásamt David, fyrrverandi eiginmanni sínum, sem framdi sjálfsmorð í fyrra. Nordic Photos/Getty

Matt Lucas, stjarnan úr Little Britain, gat loksins leyft sér að fagna eftir að hafa unnið mál gegn bresku götublaði fyrir dómstólum.

Dómstóll í Bretlandi úrskurðaði á miðvikudag að Daily Mail skyldi birta afsökunarbeiðni til Lucas, stjörnu Little Britain, og greiða honum skaðabætur fyrir grein sem birtist í mars. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Lucas vinnur mál gegn fjölmiðlum því í mars var Daily Star gert að greiða honum skaðabætur og birta afsökunarbeiðni.

Málið snýr að grein sem birtist í blaðinu undir fyrirsögninni „How Matt Lucas learned to Laugh Again“ eða Hvernig Matt lærði að hlæja aftur. Matt hafði þá þurft að horfa á eftir fyrrverandi sambýlismanni sínum, Kevin McGee, yfir móðuna miklu en hann tók sitt eigið líf 2009, nokkrum mánuðum eftir að þeir tveir skildu. Samkvæmt lögmannsstofunni Schillings, sem rak málið fyrir Lucas, var greinin full af rangfærslum og var sömuleiðis innrás inn á helgustu staði einkalífsins. „Greinin olli Lucas miklu uppnámi og vanlíðan,“ segir í greinagerð frá fyrirtækinu.

Lucas vildi lítið tjá sig um niðurstöðuna, sagðist ekki finna fyrir neinni sigurtilfinningu. „Ég er bara feginn að þessu máli skuli vera lokið. Þessi grein var það röng og svo mikil innrás í líf mitt að ég hafði ekkert val, ég varð að leita réttar míns.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×