Samkvæmt frétt um málið í Computerworld er þessi aðvörun sett fram til að hindra árásir tölvuþrjóta. Hún er í beinu framhaldi af viðamikilli árás kínverska tölvuþrjóta gegn Google leitarvélinni þar í landi í síðustu viku. Árás sem leiddi til þess að Google hótaði að loka leitarvélinni í Kína.
Nis Bank Lorenzen forstöðumaður fyrir Internet Explorer hjá Microsoft í Danmörku segir að fyrirtækið hafi að sjálfsögðu miklar áhyggjur af stöðunni sem komin er upp. „Við höfum áhyggjur af því að vara frá okkur er notuð í glæpsamlegum tilgangi," segir Lorenzen. „Við munum halda áfram að vinna með Google og öðrum fyrirtækjum í tölvugeiranum, auk viðkomandi stjórnvalda, til að komast til botns í þessu máli."
Vafrinn Internet Explorer 6 er mjög vinsæll í Danmörku og í frétt um málið í Jyllands Posten segir að samkvæmt síðustu mælingum er hann sá fjórði vinsælasti. Um 7% danskra tölvueigenda nota hann ennþá.
Carsten Jörgensen öryggissérfræðingur hjá Devoteam Consulting segir að á síðustu árum hafi árásir tölvuþrjóta færst í vaxandi mæli frá árásum á netþjóna og yfir í árásir á heimilistölvur. Hann hvetur alla til að uppfæra gamlar útgáfur sínar af Internet Explorer.