Innlent

Árni Mathiesen: Þeir lugu allir en Björgólfur Thor var verstur

Árni segir að stjórnendur bankanna hafi vísvitandi logið að stjórnvöldum. Björgólfur Thor hafi verið verstur.
Árni segir að stjórnendur bankanna hafi vísvitandi logið að stjórnvöldum. Björgólfur Thor hafi verið verstur. Mynd/Anton Brink
Björgólfur Thor Björgólfsson hélt röngum upplýsingum að stjórnvöldum um stöðu Landsbankans helgina fyrir hrun. Þetta kemur fram í skýrslutöku Rannsóknarnefndar Alþingis yfir Árna M. Mathiesen.

Árni segir að allir stjórnendur bankanna hafi vísvitandi logið að stjórnvöldum. Árni segir: „Og verstur var Björgólfur [Thor Björgólfsson] [...] og hann var að ljúga að hinum líka og þeir komu svo bara um kvöldið og sögðu „Það er ekkert að marka það sem þessi maður segir," Þeir voru að reyna að finna leið til að sameina Kaupþing og Landsbankann til þess að þeir gætu staðið þetta og Björgólfur sagði bara: Við reddum þessu og við reddum þessu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×