Völvan spáir stjórnarslitum, óeirðum og byltingu 28. desember 2010 12:21 Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. Völvan er sum sé ekki ýkja bjartsýn á þjóðfélagsástandið á næsta ári. Hún virðist telja að skammt sé í að núverandi ríkisstjórn spryngi - en þá taki við einhvers konar þjóðstjórn eða samsteypustjórn. Völvan sér hins vegar ekki að henni gangi nokkuð betur. Svo kveðst hún sjá mikla byltingu, óeirðir og læti. Fólk sem ekki hafi mótmælt áður fari að láta í sér heyra. Hún sér þó ekki skrílslæti heldur eðlileg mótmæli þeirra sem séu búnir að fá sig fullsadda af ástandinu. Orðrétt bætir hún við að ekki virðist mega höggva nærri aðalmeininu, nú sé verið að hjálpa stóreignafólki og fyrirtækjum en skuldsetja almúgann enn meira. Þess vegna rísi fólkið upp og geri byltingu. Yfirgengileg skattheimta verði líka ein ástæða þess að fólk sætti sig ekki við ástandið. Lágmarkslaun séu alltof lág og fjöldi fólks kjósi heldur að vera áfram atvinnulaus. Hún finnur ekki fyrir jafnvægi í þjóðfélaginu fyrr en árið 2012 - þó verði einhver uppbygging á komandi ári þrátt fyrir sterk niðurrifsöfl. Hún spáir einnig átökum og innanflokksdeilum hjá öllum fjórflokknum. Hreyfingin eigi eftir að fjara út en nýtt framboð komi fram, framboð fólksins. Þá spáir völvan því að Lilja Mósesdóttir, sem enn er í Vinstri grænum, verði með í þessu nýja stjórnmálaafli. Og tíma Jóhönnu Sigurðardóttur lýkur - hún hrökklist frá völdum En sums staðar í spánni örlar á eilítilli bjartsýni. Hún spáir því meðal annars að miklir peningar eigi eftir að finnast, peningar faldir á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður. Sá fjársjóðsfundur verði algjör sprengja framan í almenning, og peningarnir séu nær en við höldum. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Upplausn verður við stjórn landsins, ríkisstjórnin springur og einnig sú sem tekur við og bylting verður í þjóðfélaginu, af slíku tagi að búsáhaldabyltingin verður barnaleikur einn í samanburðinum. Þetta segir Völva vikunnar um árið sem senn gengur í garð. Völvan er sum sé ekki ýkja bjartsýn á þjóðfélagsástandið á næsta ári. Hún virðist telja að skammt sé í að núverandi ríkisstjórn spryngi - en þá taki við einhvers konar þjóðstjórn eða samsteypustjórn. Völvan sér hins vegar ekki að henni gangi nokkuð betur. Svo kveðst hún sjá mikla byltingu, óeirðir og læti. Fólk sem ekki hafi mótmælt áður fari að láta í sér heyra. Hún sér þó ekki skrílslæti heldur eðlileg mótmæli þeirra sem séu búnir að fá sig fullsadda af ástandinu. Orðrétt bætir hún við að ekki virðist mega höggva nærri aðalmeininu, nú sé verið að hjálpa stóreignafólki og fyrirtækjum en skuldsetja almúgann enn meira. Þess vegna rísi fólkið upp og geri byltingu. Yfirgengileg skattheimta verði líka ein ástæða þess að fólk sætti sig ekki við ástandið. Lágmarkslaun séu alltof lág og fjöldi fólks kjósi heldur að vera áfram atvinnulaus. Hún finnur ekki fyrir jafnvægi í þjóðfélaginu fyrr en árið 2012 - þó verði einhver uppbygging á komandi ári þrátt fyrir sterk niðurrifsöfl. Hún spáir einnig átökum og innanflokksdeilum hjá öllum fjórflokknum. Hreyfingin eigi eftir að fjara út en nýtt framboð komi fram, framboð fólksins. Þá spáir völvan því að Lilja Mósesdóttir, sem enn er í Vinstri grænum, verði með í þessu nýja stjórnmálaafli. Og tíma Jóhönnu Sigurðardóttur lýkur - hún hrökklist frá völdum En sums staðar í spánni örlar á eilítilli bjartsýni. Hún spáir því meðal annars að miklir peningar eigi eftir að finnast, peningar faldir á stöðum þar sem ekki hafi verið leitað áður. Sá fjársjóðsfundur verði algjör sprengja framan í almenning, og peningarnir séu nær en við höldum.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira