Viðskipti innlent

Dró stórlega úr innflutningi á hráefni til fiskvinnslu

Innflutt hráefni til fiskvinnslu dróst saman um 66 prósent á milli áranna 2008 og 2009. Þetta kemur fram á vef Hagstofunanr en út er komið ritið Innflutt hráefni til fiskvinnslu 2009. Í ritinu kemur fram að innflutt hráefni til fiskvinnslu var 43.866 tonn árið 2009 og dróst saman í magni um tæp 87 þúsund tonn frá fyrra.

„Verðmæti þessa innflutnings var 6,2 milljarðar króna sem er tæplega 1,9 milljarða króna lægri fjárhæð en árið 2008 á verðlagi hvors árs og 38% lægri á föstu verðlagi ársins 2009 miðað við verðvísitölur sjávarafurða."

Þá segir að minna hafi verið flutt inn af þorski, ufsa, karfa, norsk-íslenskri síld, kolmunna og rækju en árið áður. Innflutningur jókst á steinbít, hlýra og síld. Verðmæti innflutts hráefnis nam 9,6% af verðmæti þess afla sem tekinn var til vinnslu hérlendis.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×