Vettel fremstur á ráslínu 13. mars 2010 12:41 Fremstu menn á ráslínu. Massa, Vettel og Alonso. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel ræsir fremstur af stað í fyrsta Formúlu 1 mót árins á Red Bull. Hann náði besta tíma í tímatökum í Barein í dag og varð á undan Felipe Massa og Fernando Alonso á Ferrari. Lewis Hamilton á McLaren varð fjórði á undan Nico Rosberg á Mercedes, en Mark Webber fylgid í kjölfarið. Michael Schumacher á Mercedes náði sjöunda besta tíma, einu sæti á eftir Jenson Button, meistara síðasta árs á McLaren. Endurkoma Schumachers hefur kveikt í mörgum gömlum Formúlu 1 áhugamanninum. Schumacher lagði mikla áherslu á það í vetur að æfa fyrir sjálfan kappaksturinn, frekar en afburðartíma í tímatökum og kannski það komi honum að notum í keppninni. Alonso sagði að sama skapi í gær að hann hefði stílað inn á þolakstur á æfingunni, en keppendur ræsa af stað með fulla bensíntaka í ár, þar sem bensínáfyllingar eru ekki leyfðar eins og síðustu ár. Mun því reyna meira á útsjónarsemi ökumanna hvað dekkjanotkun varðar. Bein útsending er frá tímatökunni á Stöð 2 Sport kl. 11:30 á sunnudag. Rásröð fremstu manna: 1. Sebastian Vettel, Red Bull, 2. Felipe Massa, Ferrari, 3. Fernando Alonso, Ferrari, 4. Lewis Hamilton, McLaren, 5. Nico Rosberg, Mercedes, 6. Marc Webber, Red Bull, 7. Michael Schumacher, Mercedes, 8. Jenson Button, McLaren, 9. Robert Kubica, Renault, 10. Adrian Sutil, Force India. 2:04.904
Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira