Fótbolti

Toure: Betra að mæta stórstjörnum en minni spámönnum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Toure er hér til vinstri, á æfingu í gær.
Toure er hér til vinstri, á æfingu í gær. AFP
Yaya Toure bíður spenntur eftir prófrauninni gegn Portúgal í dag. Dauðariðillinn á HM hefst klukkan 14 með leik Portúgals og Fílabeinsstrandarinnar.

Didier Drogba verður í byrjunarliði Fílabeinsstrandarinnar samkvæmt nýjustu fréttum.

"Ég vil miklu frekar spila á mótu leikmönnum sem hafa skapað sér nafn í boltanum heldur en að mæta minni spámönnum," sagði Toure um leikinn gegn Cristiano Ronaldo og félögum.

"Við erum líka með stórstjörnur innan okkar raða. Þetta verður frábær leikur og við ætlum að njóta hans," sagði Toure.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×