Handbolti

Handboltastríð Hafnarfjarðar - fjórði þáttur í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er ekkert gefið í leikjum FH og Hauka. Hér eru þeir Björgvin Þór Hólmgeirsson í Haukum og Ólafur Guðmundsson í FH.
Það er ekkert gefið í leikjum FH og Hauka. Hér eru þeir Björgvin Þór Hólmgeirsson í Haukum og Ólafur Guðmundsson í FH. Mynd/Stefán
Það verður stórleikur í Kaplakrika í kvöld í þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar mætast í fjórða sinn á þessu tímabili. Íslands- og bikarmeistarar Hauka eru á toppi N1-deildar karla og hafa unnið alla þrjá leiki liðanna í vetur en allir leikirnir hafa samt verið jafnir og æsispennandi.

Haukar hafa unnið tvo síðustu leikina á móti FH með aðeins einu marki en þeir fóru báðir fram í Kaplakrikanum eins og leikurinn í kvöld. Heimamenn i FH hafa verið duglegir að auglýsa leikinn og það er búist við yfir 2000 manns í Krikann í kvöld. Það hefur verið mjög vel mætt á leikina í vetur.

FH-ingar hafa byrjað vel í öllum leikjunum þremur, hafa verið yfir í hálfleik í þeim öllum og alls unnið fyrri hálfleikina með samtals sjö marka mun. Haukarnir hafa hinsvegar komið afar sterkir til baka eftir hálfleiksræðu Aron Kristjánssonar og tryggt sér sigur.



Leikir karlaliða FH og Hauka tímabilið 2009-2010


Haukar-FH 29-26 (11-14)

Sunndagurinn 8.nóvember 2009 á Ásvöllum, N1-deildin

Markahæstur hjá Haukum: Björgvin Þór Hólmgeirsson og Freyr Brynjarsson með 8 mörk

Markahæstur hjá FH: Ólafur Guðmundsson með 7 mörk.

- Haukar unnu seinni hálfleikinn 18-12

FH - Haukar 37-38 (18-15, 29-29, 33-33)

Sunnudagurinn 6. desember 2009, Eimskipsbikarinn, 8 liða úrslit

Markahæstur hjá FH: Bjarni Fritzson með 9 mörk.

Markahæstur hjá Haukum: Sigurbergur Sveinsson með 10 mörk

- tvíframlengdur leikur. Einar Örn Jónsson tryggði Haukum framlengingu en FH-ingurinn Bjarni kom leiknum í aðra framlengingu.

FH-Haukar 24-25 (13-12)

Mánudagurinn 8. febrúar 2010 í Kaplakrika,, N1-deildin

Markahæstur hjá FH: Bjarni Fritzson og Ásbjörn Friðriksson með 5 mörk.

Markahæstur hjá Haukum: Björgvin Þór Hólmgeirsson með 9 mörk

- Björgin Þór tryggði Haukum sigurinnn á lokasekúndum leiksins






Fleiri fréttir

Sjá meira


×