Enski boltinn

Carlton Cole: Liverpool truflaði mig

Elvar Geir Magnússon skrifar

Carlton Cole, sóknarmaður West Ham, hefur aðeins verið skugginn af sjálfum sér það sem af er tímabili. Hann skoraði þó tvívegis í deildabikarsigrinum gegn Manchester United í síðustu viku og gæti verið að komast í gang.

Liverpool reyndi í sumar að krækja í Cole og gerði tvö tilboð í leikmanninn. Cole segir að það hafi haft truflandi áhrif í upphafi tímabils.

„Liverpool-umræðan hafði áhrif á mig sem leikmann því það er erfið staða að vita ekki hvar framtíð manns liggur. Það er ekki alltaf í eigin höndum. Nú hef ég skrifað undir nýjan samning og hér er framtíð mín," segir Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×