Íslenski boltinn

Ólafur Þórðarson: Fengum fullt af færum til að klára þetta

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ólafur Þórðarson.
Ólafur Þórðarson. Fréttablaðið/Anton
Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkismanna, var allt annað en sáttur með 2-2 jafntefli sinna manna gegn Íslandsmeisturum FH á Fylkisvellinum í kvöld.

„Ég er hundfúll með jafntefli og við fengum fullt af færum til að klára þennan leik. Ég get ekki verið sáttur með eitt stig úr þessum leik," segir Ólafur og telur að leikmenn sínir hafi leikið mun betur í kvöld en gegn Val í síðustu umferð.

„Það er ekki hægt að líkja þessum leikjum saman. Í dag vorum við að berjast sem ein heild og það skilar okkur tækifærum til að klára leikinn undir lokin. Það er ferlegt að ná því ekki eftir svona mikla vinnu."

Fylkismenn komust í vænlega 2-0 stöðu og er Ólafur ósáttur með hversu mikið sínir leikmenn gáfu eftir við þá góðu stöðu. „Því miður þá gefa mínir leikmenn eftir þegar við komust í tveggja marka forystu og það má ekki gegn jafn sterku liði og FH."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×