Innlent

Tveir stjórnmálaleiðtogar gengu í hjónaband

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Allir settu upp hatt nema Jóhanna og Þór.
Allir settu upp hatt nema Jóhanna og Þór.
Tveir leiðtogar íslenskra stjórnmálaflokka gengu í hjónaband á árinu sem nú er að líða undir lok. Um er að ræða Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra og formann Samfylkingarinnar, og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins.



Í fararbroddi í jafnréttismálum


Jóhanna gekk að eiga sambýliskonu sína Jónínu Leósdóttur og Sigmundur Davíð gekk að eiga Önnu Sigurlaugu Pálsdóttur.

Jóhanna sagði í Kryddsíldinni í dag að Íslendingar gætu verið stoltir af því að vera í fararbroddi í jafnréttismálum.

Allir settu upp hatt nema Jóhanna og Þór

Kryddsíldinni lauk um fjögurleytið í dag með því að allir stjórnmálaleiðtogarnir settu upp partýhatta nema forsætisráðherra og Þór Saari, fulltrúi Hreyfingarinnar. Þór Saari fetar þar í fótspor flokkssystur sinnar Margrétar Tryggvadóttur sem var eini fulltrúinn í Kryddsíldinni í fyrra sem setti ekki upp hatt.




Tengdar fréttir

Skuldabaggar fyrirtækja erfiðir efnahagslífinu

Of mög fyrirtæki eru með of mikla skuldabagga á bakinu, segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. „Í mínum huga ekki nokkurt álitamál að það er það sem er að há okkur mest í því að koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur J. í Kryddsíld Stöðvar 2 í dag. Þess vegna hafi verið gott þegar að það náðist samkomulag um það um daginn að klára skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. „Það mun koma hjólunum af stað,“ sagði Steingrímur.

Farið yfir árið í Kryddsíld Stöðvar 2

Hin árlega Kryddsíld Stöðvar 2 hefst klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og hér á Vísi. Í Kryddsíldinni fara stjórnmálaleiðtogar landsins yfir árið sem er að líða og ræða það sem hæst bar auk þess sem rætt verður um árið sem senn rennur upp.

Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar að lifa af

Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í Kryddsíld Stöðvar 2 voru ekki sammála Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni um að allt væri í himnalagi á ríkisstjórnarheimilinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sagði að það væri ekki hægt að sitja uppi með ríkisstjórn sem líti á helsta verkefni sitt að lifa af. Hann neitaði því að formlegar viðræður hefðu farið fram um aðkomu framsóknarmanna að ríkisstjórninni en hann ítrekaði þá skoðun sína að allir flokkar ættu að koma að ríkisstjórnarborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×