Innlent

Ísland fái ekki inngöngu í ESB nema það láti af hvalveiðum strax

Hollenska þingið hefur samþykkt ályktun þar sem segir að Íslendingar verði að hætta hvalveiðum og sölu á hvalkjöti þegar í stað, eigi að leyfa landinu að ganga í Evrópusambandið.

Ályktunin var samþykkt í gærkvöldi og þar er fullyrt að Íslendingar fari ekki eftir ákvörðunum Alþjóðahvalveiðiráðsins um bann við hvalveiðum í atvinnuskyni og að þjóðin gangi gegn CITES sáttmálanum sem kveði á um viðskiptabann á hvalaafurðir.

„Hollendingar verða vera staðfastir í því að banna þessa grimmilegu hegðun sem gengur gegn alþjóðasamþykktum," segir meðal annars. Þingið ályktaði því að hollenska ríkisstjórnin sé þeirrar skoðunnar að „Ísland geti aðeins fengið að ganga í ESB gegn því að fara þegar í stað eftir samþykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins og CITES, sem þýðir að landið verður að stöðva hvalveiðar og viðskipti með hvalaafurðir þegar í stað."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×