Þriðja húsleitin hjá LOGOS - einn með réttarstöðu grunaðs manns 26. janúar 2010 14:15 Logos. Mynd úr safni. Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. Fyrsta húsleitin var framkvæmd í júní á síðasta ári. Þá gerðu fulltrúar á vegum sérstaks saksóknara húsleit hjá LOGOS í Efstaleiti. Þá var einnig gerð húsleit hjá hýsingaraðila rafrænna gagna hjá LOGOS. Ástæðan fyrir húsleitinni var rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum sjeiksins Al Thani á 5 prósentu hlut í Kaupþingi. Einn lögmanna LOGOS, Guðmundur Oddsson, sat í stjórn Q Iceland Finance sem var í eigu Al Thani þegar viðskiptin áttu sér stað. Grunur leikur á um stórfellda markaðsmisnotkun. Stuttu eftir þá húsleit var aftur ráðist í húsleit hjá LOGOS, nú var það efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sem sá um húsleitina. Rannsókn efnahagsbrotadeildarinnar beinist að meintu ólöglegu fimm milljarða króna láni FL Group til athafnamannsins Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóra félagsins. Talið er að lánið hafi verið notað til kaupa á Sterling-flugfélaginu árið 2005. Þá var einnig til rannsóknar hvort Hannes hefði orðið uppvís af umboðssvikum. Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS, hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn efnahagsbrotadeildar á hugsanlegum skattalagabrotum eignarhaldsfélaga tengdum Hannesi Smárasyni. Gunnar hefur meðal annars verið yfirheyrður vegna málsins. Þriðja húsleitin var svo framkvæmd í morgun. Nú er það mál tengt Exista og Bakkavör. Forsvarsmenn Exista hafa verið kærðir til sérstaks saksóknara en þeir eru meðal annars grunaðir um skilasvik. Nýi Kaupþing kærði forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september síðastliðinn. Þá kærði Nýi Kaupþing einnig þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önnuðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008. Á heimasíðu stofunnar segir að LOGOS reki sögu sína allt til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson opnaði fyrstu málflutningsskrifstofu landsins. Svo segir orðrétt: „Á þeim hundrað árum sem liðin eru hefur mjög margt breyst. Þau grunngildi sem þessi athafnasami lögmaður, og síðar forseti, hafði að leiðarljósi eru þó enn óbreytt. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður og af þeim grunni rís velgengni LOGOS." Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Sérstakur saksóknari gerði húsleit hjá LOGOS í morgun en það er í þriðja skiptið á einu ári sem embættið sér ástæðu til þess að leita í húsakynnum lögfræðistofunnar. Fyrsta húsleitin var framkvæmd í júní á síðasta ári. Þá gerðu fulltrúar á vegum sérstaks saksóknara húsleit hjá LOGOS í Efstaleiti. Þá var einnig gerð húsleit hjá hýsingaraðila rafrænna gagna hjá LOGOS. Ástæðan fyrir húsleitinni var rannsókn sérstaks saksóknara á kaupum sjeiksins Al Thani á 5 prósentu hlut í Kaupþingi. Einn lögmanna LOGOS, Guðmundur Oddsson, sat í stjórn Q Iceland Finance sem var í eigu Al Thani þegar viðskiptin áttu sér stað. Grunur leikur á um stórfellda markaðsmisnotkun. Stuttu eftir þá húsleit var aftur ráðist í húsleit hjá LOGOS, nú var það efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra sem sá um húsleitina. Rannsókn efnahagsbrotadeildarinnar beinist að meintu ólöglegu fimm milljarða króna láni FL Group til athafnamannsins Hannesar Smárasonar, fyrrum forstjóra félagsins. Talið er að lánið hafi verið notað til kaupa á Sterling-flugfélaginu árið 2005. Þá var einnig til rannsóknar hvort Hannes hefði orðið uppvís af umboðssvikum. Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS, hefur fengið réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn efnahagsbrotadeildar á hugsanlegum skattalagabrotum eignarhaldsfélaga tengdum Hannesi Smárasyni. Gunnar hefur meðal annars verið yfirheyrður vegna málsins. Þriðja húsleitin var svo framkvæmd í morgun. Nú er það mál tengt Exista og Bakkavör. Forsvarsmenn Exista hafa verið kærðir til sérstaks saksóknara en þeir eru meðal annars grunaðir um skilasvik. Nýi Kaupþing kærði forsvarsmenn Exista til sérstaks saksóknara vegna sölu á hlut Exista í Bakkavör Group þann 11. september síðastliðinn. Þá kærði Nýi Kaupþing einnig þá starfsmenn Deloitte og Logos lögmannsþjónustu sem önnuðust tilkynningu til hlutafjárskrár vegna hlutafjáraukningar Exista í desember 2008. Á heimasíðu stofunnar segir að LOGOS reki sögu sína allt til ársins 1907 þegar Sveinn Björnsson opnaði fyrstu málflutningsskrifstofu landsins. Svo segir orðrétt: „Á þeim hundrað árum sem liðin eru hefur mjög margt breyst. Þau grunngildi sem þessi athafnasami lögmaður, og síðar forseti, hafði að leiðarljósi eru þó enn óbreytt. Heiðarleiki, fagmennska og metnaður og af þeim grunni rís velgengni LOGOS."
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira