Enska biskupakirkjan tapar stórt á fasteignabraski í New York 26. janúar 2010 08:43 Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi". Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.Um er að ræða Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower á Manhattan sem er risastór íbúðasamstæða. Fasteignafélagið Tishman Speyer festi kaup á þessari samstæðu árið 2006 og borgaði 5,4 milljarða dollara fyrir. Um var að ræða stærstu fjárfestingu á þessu sviði í Bandaríkjunum og var heildarfjárhæðin öll tekin að láni.Enska biskupakirkjan ákvað árið 2007, á toppi fasteignabólunnar í Bandaríkjunum, að fjárfesta fyrir 40 milljónir punda í þessu verkefni, fé sem síðan hefur gufað upp. Verðmæti Peter Cooper Village-Stuyvesant Tower er í dag talið nema um 1,8 milljarðar dollara.Fram kemur í frétt á BBC að tapið á þessari einu fasteign nemi nærri 1% af heildareignum Ensku biskupakirkjunnar sem eru um 4,4 milljarðar punda. Tapið kemur í kjölfar verðfalls upp á 19,6% af fjárfestingum kirkjunnar á árinu 2008.Talsmaður kirkjunnar segir að fjármálamenn hennar hafi farið vandlega í gegnum kaupin á sínum tíma með sérfræðingum sem töldu þau í lagi. Hinsvegar hafi framhald málsins kennt þeim að lán af fyrrgreindi stærðargráðu geti verið „eyðileggjandi".
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira