Íslenski boltinn

Leiðinleg eða þægileg ferðalög íslensku félaganna?

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Blikar og FH-ingar eru bæði í Evrópukeppnum.
Blikar og FH-ingar eru bæði í Evrópukeppnum. Fréttablaðið/Valli
Íslandsmeistarar FH gætu lent í leiðinlegum ferðalögum til Serbíu, Kasakstan, Hvíta-Rússlands eða Moldavíu eða fengið norska liðið Rosenborg eða AIK frá Stokkhólmi í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

KSÍ greindi frá því í dag hvaða félögum íslensku félögin fjögur sem spila í Evrópukeppnum geta mætt. Dregið verður 21. júní.

Eins og alltaf eru bæði um góða kosti og slæma að ræða.

FH spilar sem fyrr segir í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar en Breiðablik í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Fylkir og KR hefja leik í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

FH mætti BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi árið 2007 og vill eflaust forðast það ágæta félag. FH komst ekki áfram.

Fylkir getur meðal annars mætt Anorthosis Famagusta frá Kýpur sem spilaði í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2008.

KR gæti meðal annars dregist gegn EB Streymur eða NSI Runavik frá Færeyjum eða Ljubliana frá Slóveníu. Þeir gætu einnig þurft að fara til Aserbaídsjan eða Kasakstan.

Breiðablik, og Fylkir og KR komist þau áfram, gætu mætt Besiktas frá Tyrklandi, Bröndby frá Danmörku, Stabæk frá Noregi þar sem Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason spila, Molde frá Noregi eða Maccabi Tel Aviv frá Ísrael.

Hér má sjá lista yfir öll félög sem íslensku liðin fjögur geta mætt af heimasíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×