Stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram til bæjarstjórnar í Hafnarfirði boða til sameiginlegs framboðsfundar í Hafnarborg í kvöld. Talsmenn flokkanna verða með framsögu og svara síðan fyrirspurnum áheyrenda í sal.
Fundarstjórar verða Svavar Halldórsson, fréttamaður hjá RÚV, og Guðrún Helga Sigurðardóttir, blaðamaður. Framboðsfundurinn hefst klukkan 20:00 og verður honum sjónvarpað beint á vefveitu Hafnarfjarðarbæjar og útvarpað á FM 97.2.
Framboðsfundur í Hafnarfirði í kvöld
