Innlent

Fyrrum Kaupþingsstjórar frjálsir ferða sinna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hreiðar Már Sigurðsson sat í varðhaldi í rúma viku vegna málsins.
Hreiðar Már Sigurðsson sat í varðhaldi í rúma viku vegna málsins.
Kaupþingsmennirnir fjórir sem úrskurðaðir voru í farbann vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum Kaupþings í aðdraganda bankahrunsins 2008 eru frjálsir ferða sinna, samkvæmt upplýsingum frá sérstökum saksóknara.

Þeir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri í Luxemburg, voru handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun maí. Í hóp þeirra bættist svo Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi. Þeir voru svo allir látnir lausir og úrskurðaðir í farbann ásamt Steingrími Kárasyni forstöðumanni áhættustýringar. Farbannið yfir fjórmenningunum rann út í dag og var ákveðið að framlengja því ekki.

Sigurður Einarsson, fyrrum stjórnarformaður Kaupþings, er ennþá eftirlýstur hjá Interpol vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×