Innlent

Röskun á öllu flugi vegna óveðurs í Bretlandi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tafir eru á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs í Bretlandi.
Tafir eru á Keflavíkurflugvelli vegna óveðurs í Bretlandi.
Röskun hefur verið og verður áfram á flugi um Keflavíkurflugvöll vegna óveðursins í Bretlandi í dag.

Vél Icelandair sem átti að koma frá Heathrow klukkan fjögur lendir ekki á Keflavíkurflugvelli fyrr en í fyrsta lagi hálfsjö. Þá er vél sem sem átti að lenda klukkan 25 mínútur í tólf ekki væntanleg fyrr en klukkan eitt. Vél á vegum Iceland Express sem átti að lenda á Keflavíkurflugvelli fyrr í dag mun ekki lenda fyrr en í fyrsta lagi klukkan níu samkvæmt áætlun. Vél á vegum Icelandair sem átti að fara til Heathrow í dag klukkan hálffim fór ekki á tilsettum tíma og ekki er vitað hvenær hún fer.

Tafirnar á flugi til Bretlands valda því að einnig verður seinkun á öllu Ameríkuflugi um Keflavíkurflugvöll.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×