Innlent

Jón Gnarr á fyrsta vagni í gleðigöngunni

Jón Gnarr er á fremsta vagni í göngunni.
Jón Gnarr er á fremsta vagni í göngunni. Mynd/Sigurður Þór Óskarsson
Gleðigangan hófst klukkan tvö en hún er hátindur Hinsegin daga. Gengið er frá Hlemmi niður Laugaveginn og lýkur göngunni við Arnarhól, þar sem ýmsir skemmtikraftar stíga á svið undir stjórn Páls Óskars.

Jón Gnarr borgarstjóri er á fyrsta vagni göngunnar í dragi sem Salbjörg, sem er karakter sem Jón hefur búið til í kringum hátíðina. Hann kom fram í sama gervi á opnunarhátíð Hinsegin daga á fimmtudag og vakti mikla kátínu meðal gesta.

Þeir sem ætla niður í miðbæ til að fylgjast með göngunni er bent á að hafa regnhlíf meðferðis því örlítil rigning er í miðbænum þessa stundina. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×