Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin 26. júlí 2010 05:30 Ásgeir Margeirsson Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira