Óánægja ekki nóg til að stöðva kaupin 26. júlí 2010 05:30 Ásgeir Margeirsson Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Sú skoðun þingmanna Vinstri grænna að sala HS orku til Magma Energy sé stefnubreyting frá stjórnarsáttmálanum dugir ekki til þess að hægt sé að stöðva samninginn samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu. Auk þess hefði þurft að grípa inn í málið innan átta vikna frá því að samningurinn var gerður. Þetta segir Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vilji ráðherra stöðva erlenda fjárfestingu, eins og heimilað er í 12. grein laganna þar um, þurfa mjög ströng skilyrði að vera fyrir hendi. Annaðhvort þarf fjárfestingin að ógna öryggi landsins eða ganga gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða að upp komi alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt sé að verði viðvarandi, eins og segir í lögunum. „Ráðherra hefur auðvitað svigrúm til að túlka þetta og það er hans hlutverk. En ef hann getur beitt þessu á annað borð þá verður hann að fylgja þeim efnislegu skilyrðum sem koma fram í ákvæðinu,“ segir Björg. „Nú halda Vinstri græn því fram að þetta sé fyrst og fremst stefnubreyting á einhverju sem var lagt upp með í samstarfi ríkisstjórnarinnar. Ég mundi ekki telja að það mundi nægja til að þessi samningur verði stöðvaður á grundvelli þessa ákvæðis,“ segir Björg. Þar fyrir utan þurfi samkvæmt lögunum að grípa inn í innan átta vikna eftir að tilkynning berst um fjárfestinguna, og leita fyrst umsagnar nefndar um erlenda fjárfestingu. Sá frestur er hins vegar liðinn, að sögn Unnar G. Kristjánsdóttur, formanns nefndar um erlenda fjárfestingu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri Magma á Íslandi, segist ekki munu trúa því fyrr en á reyni að reynt verði að afturkalla kaupin. „Ef svo fer þá bara skoðum við okkar stöðu enda teljum við okkur vera með fullgildan og réttan samning í höndunum,“ segir Ásgeir. Hann vill hins vegar ekki leggja mat á það hvort grundvöllur sé fyrir skaðabótakröfu eða hversu há hún kynni þá að verða. Ásgeir bendir jafnframt á að ef kaupin yrðu afturkölluð væri HS orka eftir sem áður í meirihluta erlendra aðila. „Ef samningurinn gengur ekki eftir þá á Geysir Green Energy þetta og Geysir er undir Íslandsbanka sem aftur er í eigu kröfuhafa,“ segir hann. „Þess vegna er ég svolítið hissa á því að fólk sé á móti því að HS orka færist úr eigu bankans í eigu jarðhitafyrirtækis sem sérhæfir sig á þessu sviði og fyrir liggur hverjir eiga og hvað það ætlar sér.“ stigur@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira