Formúla 1

Úrhelli stöðvaði æfingu á Suzuka

Jamie Alguersuari á Torro Rosso náði besta tíma á æfingum í nótt, en fáir ökumenn keyrðu brautina vegna úrhellis.
Jamie Alguersuari á Torro Rosso náði besta tíma á æfingum í nótt, en fáir ökumenn keyrðu brautina vegna úrhellis. Mynd: Getty Images

Aðeins tveir ökumenn óku Suzuka brautina á æfingum keppnisliða í nótt í Japan vegna úrhellisrigningar og óljóst er hvort hægt verður að framkvæma tímatökuna. Spáð er enn verra veðri og keppnislið verða að bíða eftir ákvörðun mótshaldara hvað þetta varðar.

Ökumenn lýstu aðstæðum þannig að árfarvegir væru á köflum í brautinni og bílarnir flutu upp hvað eftir annað. Aðeins Jamie Alguersuari og Timo Glock keyrði hring þannig að þeir væru tímasettir, en nokkir aðrir ökumenn spreyttu sig líka, en gekk ekkert.

Möguleiki er að tímatökunni verði frestað til aðfaranætur sunnudags, en slíkt var gert árið 2004 þegar veðrið var mjög slæmt líka.

Tímatakan á að fara fram í nótt kl. 05.00 að íslenskum tíma, en útsending á Stöð 2 Sport hefst kl. 04.45 og þá kemur í ljós hvað verður með framgang mála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×